Hafnarstjórn Dalvíkur óskar eftir tilboðum í verkið „Dalvík, endurbygging Norðurgarðs 2024“.
Helstu verkþættir:
• Brjóta og fjarlægja eldri kant, polla og þekju.
• Skera gat í eldra þil fyrir akkerisstög.
• Uppsetning stagbita og steypa tappa utan um eldri stagbita.
• Jarðvinna, fylling og þjöppun.
• Reka niður 61 tvöfalda stálþilsplötu af gerð GHZ 20-1 og ganga frá stagbitum og
stögum.
• Steypa um 81 m langan kantbita með pollum, kanttré, stigum og þybbum.
• Steypa tvær undirstöður fyrir löndunarkrana.
Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. desember 2024.
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með mánudeginum 22. apríl 2024 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 7. maí 2024.
Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik kr. |
---|---|---|---|
Kranar ehf | 102.325.609 | 101,9 | 10.161.929 |
Áætlaður verktakakostnaður | 100.410.450 | 100,0 | 8.246.770 |
Árni Helgason ehf., Ólafsfirði | 92.163.680 | 91,8 | 0 |