Vegagerðin býður hér með út hönnun fjögurra brúa á Axarvegi um Öxi ásamt gerð kostnaðaráætlunar og verklýsinga fyrir útboðsgögn. Brýrnar eru um Innri Yxnagilsá, Merkjalæk og á tveimur stöðum yfir Berufjarðará og verða hluti af fyrirhuguðum 20 km vegi frá vegamótum Skriðdals- og Breiðdalsvegar (95) að vegamótum Hringvegar við Berufjarðarbrú.
Verkinu skal að fulu lokið í 29. janúar 2026.
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með föstudeginum 8. nóvember 2024 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 10. desember 2024.
Ekki verða haldnir sérstakir opnunarfundir en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og verðtilboð.
Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik kr. |
---|---|---|---|
Áætlaður verktakakostnaður | 135.164.712 | 100,0 | 86.986.554 |
exa nordic ehf., reykjavík | 117.581.016 | 87,0 | 69.402.858 |
COWI Ísland, Kópavogur | 86.930.900 | 64,3 | 38.752.742 |
VBV ehf., Reykjavík | 77.569.705 | 57,4 | 29.391.547 |
Verkís hf., Reykjavík | 59.829.380 | 44,3 | 11.651.222 |
Efla hf, Reykjavík | 48.178.158 | 35,6 | 0 |