Útboðsnúmer 21-004
Arnar­nesvegur (411), Rjúpna­vegur – Breið­holts­braut

  • Staða útboðs

    • 1Auglýst mars 2023
    • 2Opnun tilboða maí 2023
    • 3Samningum lokið júlí 2023

14 mars 2023Útboðsauglýsing

Vegagerðin býður hér með út gerð Arnarnesvegar frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut með tveimur hringtorgum, vegbrú yfir Breiðholtsbraut og einum ljósastýrðum vegamótum ásamt breikkun Breiðholtsbrautar frá Jaðarseli að Vatnsendahvarfi. Í verkinu eru tvenn undirgöng og tvær brýr fyrir gangandi- og hjólandi umferð, stofnstígar og stígatengingar. Auk þess tilheyrir verkinu lagning nýrrar hitaveituæðar Veitna, Suðuræðar II. Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar, Kópavogsbæjar, Veitna og Mílu.

Verkinu skal að fullu lokið 1. ágúst 2026.

Helstu magntölur
Bergskering                     
152.000 m3
Gröftur                             
289.000 m3
Fylling 
319.000 m3
Styrktarlag 
49.000 m3
Burðarlag 
14.000 m3
Kaldblandað malbik 
107.000 m2
Malbik 
73.000 m2
Vegrið 
5.300 m
Mót 
12.500 m2
Járn 
809.000 kg
Uppspennukaplar 
43.500 kg
Steypa 
5.500 m3
Heitavatnslagnir 
1.900 m  

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með þriðjudeginum 14. mars 2023 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 9. maí 2023*.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.

Verkið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.

Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign.

*Við birtingu auglýsingarinnar var tilboðsfrestur til 18. apríl 2023 og síðan framlengdur til 25. apríl. Nú hefur verið ákveðið að lengja tilboðsfrestinn til 9. maí og breytast aðrar lykildagsetningar og tímafrestir útboðsins í samræmi við það.


9 maí 2023Opnun tilboða

Opnun tilboða 9. maí 2023. Gerð Arnarnesvegar frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut með tveimur hringtorgum, vegbrú yfir Breiðholtsbraut og einum ljósastýrðum vegamótum ásamt breikkun Breiðholtsbrautar frá Jaðarseli að Vatnsendahvarfi. Í verkinu eru tvenn undirgöng og tvær brýr fyrir gangandi- og hjólandiumferð, stofnstígar og stígatengingar. Auk þess tilheyrir verkinu lagning nýrrar hitaveituæðar Veitna, Suðuræðar II. Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar, Kópavogsbæjar, Veitna og Mílu.

Verkinu skal að fullu lokið 1. ágúst 2026.

BjóðandiTilboð kr.HlutfallFrávik kr.
Ístak hf., Mosfellsbær
6.967.994.000
113,3
1.535.429.096
Íslenskir aðalverktakar hf., Reykjavík
6.857.966.122
111,5
1.425.401.218
Suðurverk hf. og Loftorka Reykjavík ehf.
6.766.459.766
110,0
1.333.894.862
Áætlaður verktakakostnaður
6.150.551.086
100,0
717.986.182
Jarðval sf., Kópavogi
5.685.153.807
92,4
252.588.903
Óskatak ehf. og Háfell ehf., Kópavogi
5.432.564.904
88,3
0

28 júlí 2023Samningum lokið

Suðurverk hf. og Loftorka Reykjavík ehf.,, null