Vegagerðin býður hér með út almenningssamgöngur á landi á landsbyggðinni 2026-
2027. Þjónustuverkefninu er skipt í eftirtalda fjóra hluta:
Verkhluti 1: Almenningssamgöngur á Vestur- og Norðurlandi
Verkhluti 2: Almenningssamgöngur á Norður- og Norðausturlandi
Verkhluti 3: Almenningssamgöngur á Suðurlandi
Verkhluti 4: Almenningssamgöngur á Suðurnesjum
Heimilt er að gera tilboð í fleiri en einn verkhluta og mun Vegagerðin velja fjárhagslega hagkvæmasta tilboð á grundvelli lægsta heildartilboðsverðs í hvern verkhluta fyrir sig. Samningstími er 2 ár, frá 1. janúar 2026 til 31. desmber 2027, með möguleika á framlengingu allt að 2 sinnum, 1 ár í senn.
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með fimmtudeginum 6. mars 2025 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 8. apríl 2025.
Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.
Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.