Vegagerðin býður hér með út uppsetningu á neyðarsímaskápum og klefum, fjarskiptabúnaði, endurnýjun skilta og stjórnkerfis, uppsetningu og tengingu varaafls og rafbúnaðar í Almannaskarðsgöngum á Hringvegi (1).
Helstu magntölur verksins eru eftirfarandi:
Helstu magntölur verksins eru eftirfarandi: | |
Neyðarsímaskápar uppsetning | 7 stk. |
Stjórnskápar breytingar | 2 stk. |
Neyðarsímaklefar uppsetning | 2 stk. |
Skilti í göngum 24 stk. | 24 stk. |
Nemar | 3 stk. |
Tæknirými utan ganga raflagnir | 1 stk. |
Varaaflgjafar 3. fasa uppsetning | 2 stk |
Ljós í göngum, uppsetning | 153 stk. |
Ljós utan ganga, uppsetning | 10 stk |
Lagning og tenging ljósleiðara | 4.570 m |
Lagning og tenging strengja | 9.500 m |
Lagning og tenging leks coax | 1.300 m |
Lagning ídráttarröra | 510 m |
Myndavélar AID og PTZ | 29 stk. |
Kantljós | 31 stk. |
Verkinu skal lokið eigi síðar en 15. maí 2024.
Tilboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með mánudeginum 4. desember 2023 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 19. desember 2023.
Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.
Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik kr. |
---|---|---|---|
Rafal ehf., Hafnarfirði | 160.248.696 | 154,7 | 89.643.335 |
Rafeyri ehf., Akureyri | 151.638.309 | 146,4 | 81.032.948 |
Orkuvirki ehf., Reykjavík | 143.137.538 | 138,2 | 72.532.177 |
Rafey ehf., Akureyri | 129.560.303 | 125,1 | 58.954.942 |
Rafmenn ehf. verktakar, Akureyri | 116.208.557 | 112,2 | 45.603.196 |
Áætlaður verktakakostnaður | 103.590.126 | 100,0 | 32.984.765 |
Árvirkinn ehf., Árborg | 90.025.927 | 86,9 | 19.420.566 |
Bergraf ehf., Reykjanesbæ | 70.605.361 | 68,2 | 0 |