Vegagerðin óskar eftir tilboðum í verkið „Álftanes, sjóvarnir á Hliðsnesi 2025.” Um er að ræða u.þ.b. 50 m framhald á núverandi sjóvörn á Hliðsnesi ásamt nýjum 300 m hluta austan við núverandi vörn.
Heildarlengd sjóvarna er um 350 m, flokkað grjót og kjarni samtals um 3.100 m³.
Verkinu skal lokið eigi síðar en 15. maí 2025.
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með mánudeginum 10. febrúar 2025 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 25. febrúar 2025.
Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik kr. |
---|---|---|---|
Grafa og grjót ehf., Hafnarfirði | 66.583.230 | 329,0 | 33.802.120 |
Urð og grjót ehf., Reykjavík | 32.781.110 | 162,0 | 0 |
Áætlaður verktakakostnaður | 20.241.059 | 100,0 | 12.540.051 |