Vegagerðin býður hér með út rekstur á áætlunarflugi á Íslandi – sérleyfissamningur, á eftirfarandi flugleiðum:
1. (F1) Reykjavík – Gjögur ‐ Reykjavík
2. (F2) Reykjavík – Bíldudalur ‐ Reykjavík
Samningstími er 3 ár, frá 16. nóvember 2025 til 15. nóvember 2028, með möguleika á framlengingu tvisvar sinnum, eitt ár í senn.
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með fimmtudeginum 27. febrúar 2025 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 1. apríl 2025.
Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.
Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.