Við Jökuls­árlón og sjóvörn

  • StaðaKynningargögn

Fyrirhugað er að ný- og endurbyggja Hringveg á 2,7 km löngum kafla vestan Jökulsár á Breiðamerkursandi í Sveitarfélaginu Hornafirði. Þar af verður núverandi vegur endurbyggður á 0,8 km löngum kafla en nýr vegur lagður á 1,9 km kafla, þar sem Hringvegurinn verður færður fjær sjónum. Hluti nýs vegar, eða 0,6 km, er bráðabirgðavegur til að tengja veginn við núverandi brú á Jökulsá. Í tengslum við framkvæmdina verður byggður 250 m langur sjóvarnargarður meðfram sjónum þar sem núverandi Hringvegur liggur næst honum og sjávarrof hefur verið hvað mest á seinustu árum.

 

Fyrirhugað er að ný- og endurbyggja Hringveg á 2,7 km löngum kafla vestan Jökulsár á Breiðamerkursandi í Sveitarfélaginu Hornafirði. Þar af verður núverandi vegur endurbyggður á 0,8 km löngum kafla en nýr vegur lagður á 1,9 km kafla, þar sem Hringvegurinn verður færður fjær sjónum.

Hluti nýs vegar, eða 0,6 km, er bráðabirgðavegur til að tengja veginn við núverandi brú á Jökulsá. Í tengslum við framkvæmdina verður byggður 250 m langur sjóvarnargarður meðfram sjónum þar sem núverandi Hringvegur liggur næst honum og sjávarrof hefur verið hvað mest á seinustu árum.

Upphafleg tilkynning Vegagerðarinnar tók til færslu Hringvegarins við Jökulsárlón auk byggingar sjóvarnar við sjávarströndina. Við meðferð málsins komu fram frekari upplýsingar í tengslum við færslu vegarins sem þörfnuðust nánari skoðunar. Óskaði Vegagerðin í kjölfarið eftir því að tekin yrði matsskylduákvörðun um sjóvörnina eingöngu. Sjóvörnin er nauðsynleg til að verja núverandi veg fyrir ágangi sjávar og mikilvægt að hefja framkvæmdir sem fyrst. Tímasetning á færslu Hringvegarins liggur ekki fyrir en framkvæmdin er ekki á samgönguáætlun. Skipulagsstofnun féllst því á þá beiðni Vegagerðarinnar og tekur þessi ákvörðun eingöngu til sjóvarnarinnar. Framkvæmd ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Kærufrestur er til 9. nóvember 2023.