Vatns­dals­vegur (722) í Húna­byggð

  • TegundVegir
  • StaðaKynningargögn
  • Verktími2025–2026
  • Markmið
      Öruggar samgöngurGreiðar samgöngurJákvæð byggðaþróun
  • Heimsmarkmið
      8. Góð atvinna og hagvöxtur9. Nýsköpun og uppbygging
  • Flokkar
      Undirbúningur
  • Svæði
    • Norðurland

Vegagerðin kynnir hér með endurbyggingu Vatnsdalsvegar (722) á 14,9 km löngum kafla í Vatnsdal í sveitarfélaginu Húnabyggð. Vegurinn er hluti af grunnkerfi samgangna en núverandi vegur er með malaryfirborði og uppfyllir ekki öryggiskröfur Vegagerðarinnar. Tilgangur framkvæmdarinnar er að bæta vegasamgöngur um Vatnsdal. Framkvæmdin er í samræmi við markmið samgönguáætlunar um að auka umferðaröryggi og að leggja vegi bundnu slitlagi.

Kynning fer fram í Skipulagsgáttinni og er kynningartími frá 6. desember 2024 til 13. janúar 2025. Umsagnir munu birtast undir málinu (málsnr. 1474/2024) jafnóðum og þær berast á eftirfarandi slóð: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/1474

Endurbygging Vatnsdalsvegar er innan byggðarinnar í Vatnsdal á kaflanum frá Hringvegi (1) að Undirfellsrétt og fylgir að mestu núverandi vegi en á tveimur stöðum, við Hnjúk og Helgafell, er vikið lítillega frá núverandi vegi til að bæta öryggi vegarins.

Áætluð efnisþörf nýs vegar er um 187 þús. m3 og er efnistaka fyrirhuguð úr skeringum meðfram vegi og þremur námum.

Framkvæmdin hefur verið tilkynnt til Skipulagsstofnunar í samræmi við lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021, samkvæmt 19. gr. laganna, 1. viðauka, tölulið 10.08, flokk B því framkvæmdir verða á meira en 5 km kafla innan verndarsvæða, sbr. formála 1. viðauka, iii. lið 2. tölul. 2. viðauka

Skipulagsstofnun hefur óskað eftir að eftirtaldir aðilar veiti umsögn um málið:

Húnabyggð, Fiskistofa, Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra, Landgræðslan, Minjastofnun Íslands, Míla, Náttúrufræðistofnun Íslands, Rarik og Umhverfisstofnun. Frestur þeirra til að skila umsögnum til Skipulagsstofnunar er til 13. janúar 2025 og er ákvörðunar Skipulagsstofnunar að vænta 27. janúar 2025.

Allir geta fylgst með málinu á Skipulagsgáttinni og séð þegar nýjar umsagnir berast. Þegar kynningartíma lýkur mun Skipulagsstofnun hafa samband við framkvæmdaraðila varðandi næstu skref