Vegagerðin hefur tilkynnt Skipulagsstofnun um efnistöku í Bláskógabyggð. Fyrirhugað er að vinna um 20.000 m3 af efni sem ætlað er til að að leggja bundið slitlag á þegar uppbyggðan Kaldadalsveg frá slitlagsenda norðan Þingvalla að Uxarhryggjavegi alls um 15 km.
Framkvæmdasvæðið er innan vatnsverndarsvæðis Þingvallavatns.