Árbúð­ir-Kerl­ingar­fjalla­vegur (F347)

  • TegundVegir
  • StaðaKynningargögn
  • Markmið
      Öruggar samgöngurJákvæð byggðaþróunUmhverfislega sjálfbærar samgöngur

Vegagerðin fyrirhugar endurbætur á Kjalvegi (35) í Bláskógabyggð, á 17,3 km löngum kafla sem hefst við Árbúðir og endar við Kerlingafjallaveg (F347). Að mestu er um endurbyggingu á núverandi vegsvæði að ræða eða á samtals 12,6 km löngum kafla. Vikið er út af núverandi vegsvæði á nokkrum stöðum vegna aðstæðna í landslagi og til að sneiða hjá þekktum snjóastöðum. Samtals munu 4,7 km alls kaflans liggja um nýtt vegsvæði.

 

Framkvæmdin fellur undir 6. grein laga nr. 106/2000 m.s.br., flokk B í 1. viðauka, lið 2.03.

Framkvæmdin verður unnin í þremur áföngum og er áætlað að hefja verkið sumarið 2019 á fyrsta áfanga vegkaflans frá Árbúðum og til norðurs. Stefnt er á að lagfæringum alls vegkaflans, milli Árbúða og Kerlingafjallavegar, ljúki sumarið 2021.

Framkvæmdasvæðið er innan þjóðlendna á miðhálendinu en liggur annars utan verndarsvæða.

Áætluð efnisþörf er samtals um 172.600 m3. Fyrirhugað er að nýta þær 9 námur (E-111 – E-119) sem eru meðfram Kjalvegi á umræddu framkvæmdasvæði og skráðar eru í Aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027.

Vegagerðin telur að framkvæmdin muni hafa óveruleg áhrif á landnotkun, vatn, landslag, gróðurfar, fugla og fornleifar en jákvæð áhrif á samgöngur, umferðaröryggi og ferðamennsku.

Í kynningarskýrslu er fjallað um framkvæmdina og möguleg áhrif hennar á umhverfið.