Vegagerðin kynnir fyrirhugaðar framkvæmdir á rúmlega 8,3 km löngum kafla á Klofningsvegi (590), milli Vestfjarðavegar (60) og Kýrunnarstaða í Hvammssveit í Dalabyggð. Um er að ræða endurbyggingu núverandi vegar.
Kanna þarf matsskyldu framkvæmdarinnar samkvæmt lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Efnisyfirlit
Markmið framkvæmdarinnar er að bæta vegasamgöngur við Hvammsfjörð, auka umferðaröryggi og stuðla að greiðari samgöngum á svæðinu. Vegurinn verður breiðari en núverandi vegur, með bundnu slitlagi og bættum sjónlengdum.
Ekki er um eiginlega styttingu að ræða heldur fyrst og fremst vegabætur til að auka umferðaröryggi og efla byggð á svæðinu.