Reykjanesbraut (41) er einn af greiðfærari þjóðvegum landsins. Unnið hefur verið að tvöföldun brautarinnar síðan 2003 og er stefnt að því að hún verði tvöföld frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli að höfuðborgarsvæðinu. Núverandi tvöföldun brautarinnar nær frá hringtorgi við Fitjar til austurs að höfuðborgarsvæðinu.
Efnisyfirlit
Reykjanesbraut (41) er einn af greiðfærari þjóðvegum landsins. Unnið hefur verið að tvöföldun brautarinnar síðan 2003 og er stefnt að því að hún verði tvöföld frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli að höfuðborgarsvæðinu. Núverandi tvöföldun brautarinnar nær frá hringtorgi við Fitjar til austurs að höfuðborgarsvæðinu.
Framkvæmdakaflinn hefst við Hafnaveg (44) þar sem nú er hringtorg sem tengir Reykjanesbraut við Hafnaveg (44) og Víknaveg/Stekk í Njarðvík við Fitjar.
Framkvæmdakaflinn endar við Rósaselstorg þar sem nú er hringtorg þar sem Reykjanesbraut, Sandgerðisvegur (429) og Garðskagavegur (45) koma saman.
Vegagerðin hyggst tvöfalda Reykjanesbraut (41) um Keflavík, frá Hafnavegi (44) að Rósaselstorgi við Keflavíkurflugvöll, þannig að vegurinn verði fjögurra akreina vegur, með tveimur akreinum í hvora átt og aðskilnaði akstursstefna með vegriði. Um er að ræða 4,7 km langan kafla Reykjanesbrautar í bæjarfélögunum Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ.
Framkvæmdin er í þingsályktunartillögu að Samgönguáætlun 2024-2038, á tímabilinu 2029-2033 og fjárveitingar þar eru 4.000 m.kr.
Markmið framkvæmdarinnar er að:
Tilgangur framkvæmdarinnar er að auka greiðfærni samgangna um Reykjanesbraut (41) og hafa þar með jákvæð áhrif á samfélagið.
Aðskildar akstursstefnur með vegriði á milli og mislæg vegamót, munu hafa í för með sér greiðari og öruggari samgöngur en nú.