Mikla­braut í göng

  • TegundNýframkvæmdir
  • StaðaFyrirhuguð verkefni
  • Verktími2032–2038
  • Markmið
      Greiðar samgöngurÖruggar samgöngurUmhverfislega sjálfbærar samgöngur
  • Heimsmarkmið
      11. Sjálfbærar borgir og samfélög9. Nýsköpun og uppbygging
  • Flokkar
      SamgöngusáttmálinnStofnvegir
  • Svæði
    • Höfuðborgarsvæðið

Fyrirhugað er að setja Miklubraut í 2,8 km löng jarðgöng milli Snorrabrautar og austur fyrir Grensásveg. Til skoðunar var að setja Miklubraut í rúmlega 1,8 km langan stokk frá Snorrabraut að Kringlu eða jarðgöng milli Snorrabrautar og austur fyrir Grensásveg sem yrðu 2,8 km löng. Niðurstaðan er sú að jarðgöng eru hagkvæmari lausn en stokkur og taka þau áfram á forhönnunarstig.

Um verkefnið

Ávinningur framkvæmdarinnar: 

  • Greiðari samgöngur og bætt umferðaröryggi fyrir:
    • Akandi með mislægum lausnum.
    • Gangandi og hjólandi með tengingum á yfirborði ganga.
    • Borgarlínu og Strætó með mislægum þverunum.
  • Hljóðvist og loftgæði eru bætt yfir langa kafla stofnvega.
  • Tengir betur borgarhluta hvoru megin umferðarþungra stofnvega.
  • Aukið rými til uppbyggingar og borgarþróunar.

Verkefnið heyrir undir Samgöngusáttmála sem ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu (Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes) hafa undirritað. Samgöngusáttmálinn felur í sér sameiginlega framtíðarsýn og heildarhugsun fyrir skipulagssvæðið. Markmiðið er að auka öryggi, bæta samgöngur fyrir alla ferðamáta og minnka tafir, stórefla almenningssamgöngur og draga úr mengun af völdum svifryks og losun gróðurhúsalofttegunda til að standa við loftslagsmarkmið stjórnvalda og sveitarfélaga

Tölvugerð mynd af jarðgangatengingum að og frá Kringlumýrarbraut.

Tölvugerð mynd af jarðgangatengingum að og frá Kringlumýrarbraut.

Tölvugerð mynd af jarðgangamunna í austurenda Miklubrautarganga.

Tölvugerð mynd af jarðgangamunna í austurenda Miklubrautarganga.

Upplýsingar um Miklubrautargöng

Um er að ræða 2,8 m löng jarðgöng undir Miklubraut milli Snorrabrautar og austur fyrir Grensásveg. Verkefnið við Miklubraut felst í gerð 2+2 akreina jarðgöngum frá Skeifu í austri og vestur fyrir Bústaðaveg/Snorrabraut við lóð Landspítala. Tengingar verða við jarðgöngin frá Kringlumýrarbraut í suðri sunnan Listabrautar um einnar akreinar jarðgangatengingu í hvora átt. Miðað er við 80km/klst hönnunarhraða. Gert er ráð fyrir að leið Borgarlínu liggi eftir endilöngu yfirborði ganganna og þveri vesturhluta þeirra.

Það er ekki hluti af verkefninu að útfæra yfirborðsgötur, Borgarlínu og stígakerfi ofan á göngum að frátöldum tengingum rampa og gangamunna að og frá yfirborðsgötu.

Í þessu myndbandi sem framleitt var fyrir Reykjavíkurborg má sjá hugmyndir um þróunarmöguleika verkefnisins.

Myndband


Miklabraut í stokk. Frumdrög: Greinargerð