Reykja­nesbraut Bústaða­vegur

  • TegundNýframkvæmdir
  • StaðaFyrirhuguð verkefni
  • Markmið
      Greiðar samgöngurÖruggar samgöngur
  • Heimsmarkmið
      11. Sjálfbærar borgir og samfélög
  • Flokkar
      Samgöngusáttmálinn
  • Svæði
    • Höfuðborgarsvæðið

Á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar er fyrirhugað að byggja mislæg gatnamót. Hluti af framkvæmdinni felst í að útfæra leið Borgarlínu milli Vogabyggðar og Stekkjarbakka. Markmiðið er að efla samgöngur allra ferðamáta, draga úr umferðartöfum á háannatíma og auka umferðaröryggi.

Verkefnið er hluti sáttmála um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu sem ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu (Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes) hafa undirritað. Samgöngusáttmálinn felur í sér sameiginlega framtíðarsýn og heildarhugsun fyrir skipulagssvæðið. Markmiðið er að auka öryggi, bæta samgöngur fyrir alla ferðamáta og minnka tafir, stórefla almenningssamgöngur og draga úr mengun af völdum svifryks og losun gróðurhúsalofttegunda til að standa við loftslagsmarkmið stjórnvalda.