Vegagerðin kynnir fyrirhugaðar framkvæmdir á um 3ja km löngum vegkafla Bárðardalsvegar (842), milli Hringvegar (1-q6) og Öxarárvegar (8698-01) í Bárðardal í Þingeyjarsveit. Að mestu er um að ræða endurbyggingu núverandi vegar. Ný 8 m löng brú verður byggð á Öxará og vegurinn lagður klæðingu.
Í tengslum við framkvæmdina verður núverandi krossvegamótum Hringvegar(1) við Bárðardalsveg (842) og Hrifluveg (8657) breytt vegna öryggissjónarmiða.
Kanna þarf matsskyldu framkvæmdarinnar samkvæmt lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Markmið framkvæmdarinnar er að bæta vegasamgöngur á Bárðardalsvegi vestri (842), auka umferðaröryggi og stuðla að greiðari samgöngum í Þingeyjarsveit.
Ýtarlegri upplýsingar um framkvæmdina má finna í meðfylgjandi skýrslu og teikningum.