Vatns­nesvegur

  • TegundVegir
  • StaðaFramkvæmd ekki hafin

01 Kárastaðir – Skarð Umfang verks: Endurbygging tengivegar frá Kárastöðum að Skarði, um 5 km. Styrking og breikkun vegar í 6,5 m breidd og lagning bundins slitlags. Framkvæmdaform: Samningur um hönnun. Fyrirhugað að verkframkvæmd verði boðin út.

05 Þorfinnsstaðir – Vesturhópshólaá Umfang verks: Um er að ræða byggingu 17 m langrar brúar yfir Vesturhópshólaá, nýbyggingu Vatnsnesvegar á um 1,0 km kafla og endurbyggingu á um 1,2 km löngum kafla milli Vesturhópshóla og Þorfinnsstaða. Einnig er inni í verkinu bygging heimreiða og tenginga. Framkvæmdaform: Útboð á vegi og samningur við brúarflokk Vegagerðarinnar um byggingu brúar