Sem hluti af sérstöku fjárfestingarátaki verða sjö einbreiðar brýr breikkaðar á árunum 2020 – 2024, þar á meðal Skrið- og Breiðdalsvegur um Gilsá á Völlum.
Verkið felst í nýbyggingu Skriðdals- og Breiðdalsvegar á um 1,2 km kafla auk byggingar 46 m langrar brúar á Gilsá á Völlum.
Framkvæmdin var boðin út í júní 2021 og verklok voru haustið 2023.
Efnisyfirlit
Smíðum á nýrri brú yfir Gilsá á Völlum í Múlaþingi lauk haustið 2023. Brúarsmíðin var hluti af verkinu Skriðdals- og Breiðdalsvegur (95) – um Gilsá á Völlum. Ný brú mun auka umferðaröryggi og stuðla að greiðari samgöngum á Skriðdals- og Breiðdalsvegi.
Verkið fól í sér byggingu nýrrar 46 m brúar á Skriðdals- og Breiðdalsvegi (95) á Gilsá á Völlum í Múlaþingi. Í tengslum við byggingu nýrrar brúar þurfti að endurbyggja Skriðdals- og Breiðdalsveg á 1,2 km löngum kafla.
Gamla brúin var með hættulega aðkomu og því var nauðsynlegt að byggja nýja brú á nýjum stað. Nýr vegur og brú verða samtals um 1,3 km löng, þar af verður 0,8 km nýlögn og 0,5 km endurbygging núverandi vegar (sjá teikningar 1-4). Markmið framkvæmdarinnar er að auka umferðaröryggi og stuðla að greiðari samgöngum á Skriðdals- og Breiðdalsvegi.
Verkframvinda 2020: Undirbúningur og hönnun brúar og vegar m.v. að bjóða út verkið vorið 2021
Verkframvinda 2021: Unnið að undirbúningi og útboði verksins. Verkið var boðið út í júní, en ekkert tilboð barst í verkið. Verkið var svo boðið út aftur í ágúst m.v. að að verkinu var skipt upp í tvo hluta, þ.e. byggingu brúarinnar ásamt vegtengingu sem MVA ehf. á Egilsstöðum bauð í og svo stálsmíði fyrir brúarmannvirkið sem MVS ehf. á Egilsstöðum bauð í. Samið var við fyrrgreinda verktaka um verkið m.v. að framkvæmdir hæfust 2022.
Verktaki: Hönnun og undirbúningur Mannvit og Vegagerðin.
Verkframkvæmd: MVA ehf. og MVS ehf.
Verklok voru haustið 202