Hjóla- og göngu­stígar utan höfuð­borgar­svæð­isins

  • TegundVegir
  • StaðaFramkvæmd hafin
  • Verktími2020–2024
  • Markmið
      Greiðar samgöngurUmhverfislega sjálfbærar samgöngur
  • Heimsmarkmið
      11. Sjálfbærar borgir og samfélög
  • Flokkar
      Óskipt
  • Svæði
    • Allt landið

Fjárveiting tekur mið af að auka verulega möguleika á hjólreiðum með framkvæmdum í stígagerð. Reiknað er með að viðkomandi sveitarfélög taki þátt í kostnaði að undangengnum samningum þar um. Miðað er við að þátttaka Vegagerðarinnar verði allt að helmingur kostnaðar nema á langleiðum utan höfuðborgarsvæðisins þar sem kostnaðarþátttaka getur orðið meiri. Fjárveitingin hér miðast við göngu- og hjólastíga utan höfuðborgarsvæðisins en stígar á höfuðborgarsvæðinu eru hluti af Samgöngusáttmálanum. Með stígagerðinni er stefnt að því að leyfa ekki umferð hjólandi ökumanna á vegum samhliða stígum.