Göngu­brýr og undir­göng

  • TegundVegir
  • StaðaFramkvæmd hafin
  • Verktími2020–2024
  • Markmið
      Greiðar samgöngurUmhverfislega sjálfbærar samgöngurÖruggar samgöngur
  • Heimsmarkmið
      11. Sjálfbærar borgir og samfélög
  • Flokkar
      Göngu- og hjólastígarÖryggisaðgerðirSamgöngusáttmálinn
  • Svæði
    • Höfuðborgarsvæðið

„Ætlunin er að auka öryggi fótgangandi og hjólreiðafólks við umferðarmiklar stofnbrautir á höfuðborgarsvæðinu.

Í byrjun árs 2020 var skipaður hópur sem í voru fulltrúar frá sveitarfélögnum á höfuðborgarsvæðinu auk fulltrúa Vegagerðarinnar. Hópnum var falið að skipuleggja uppbyggingu stofnhjólanets fyrir höfuðborgarsvæðið og forgangsraða framkvæmdum við það. Svæðisskipulagsstjóri SSH hafði einnig aðkomu að fundunum og vinnunni sem þar fór fram. Hópurinn réði sér verkfræðistofuna Eflu sem ráðgjafa við vinnuna. Meðfylgjandi kort sýnir stofnhjólanet fyrir höfuðborgarsvæðið og forgangsröðun framkvæmda fyrir næstu 15 ár, skv. tillögum hópsins. Hluti af þessu verkefni felst í gerð göngubrúa og undirganga á þessu stofnstíganeti.“

Efnisyfirlit

Verkefnið er hluti sáttmála um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu sem ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu (Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes) hafa undirritað.

Samgöngusáttmálinn felur í sér sameiginlega framtíðarsýn og heildarhugsun fyrir skipulagssvæðið. Markmiðið er að auka öryggi, bæta samgöngur fyrir alla ferðamáta og minnka tafir, stórefla almenningssamgöngur og draga úr mengun af völdum svifryks og losun gróðurhúsalofttegunda til að standa við loftslagsmarkmið stjórnvalda og sveitarfélaga.

Ríkið mun leggja fram 3/8 heildarfjármagnsins og sveitarfélög 1/8 . Gert er ráð fyrir að sérstök fjármögnun standi straum af 4/8.


Tengd skjöl