Um Núpsvötn

  • TegundNýframkvæmdir
  • StaðaFramkvæmd lokið
  • Verktími2020–2023
  • Markmið
      Greiðar samgöngurÖruggar samgöngur
  • Heimsmarkmið
      8. Góð atvinna og hagvöxtur9. Nýsköpun og uppbygging
  • Flokkar
      BrúFjárfestingarátak
  • Svæði
    • Suðurland

Ný, tvíbreið brú yfir Núpsvötn er 138 metra löng og kom í stað 420 m brúar sem reist var árið 1973. Í verkinu fólst einnig gerð vegtenginga og endurbygging núverandi vegar á tæplega 2 kílómetra kafla, auk nýs áningarstaðar vestan megin. Brúin er eftirspennt steinsteypt brú með steyptu gólfi í fimm höfum. Markmið framkvæmdanna er aukið öryggi vegfarenda og greiðari samgöngur. Brúin yfir Núpsvötn var opnuð fyrir umferð í byrjun júní 2023.

 

Tengd útboð


Nánar um verkið

Brúin, ásamt vegtengingum, var hönnuð af verkfræðistofunni VSÓ Ráðgjöf.

Skrifað var undir verksamning vegna byggingar brúarinnar þann 6. ágúst 2021. ÞG Verk áttu lægsta tilboð í verkið eða 1.425 m.kr. sem var nánast sama upphæð og áætlaður verktakakostnaður. Framkvæmdir hófust í september sama ár.

Verkfræðistofan Mannvit annaðist eftirlit. Verkefnastjórn og umsjón framkvæmda var í höndum framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar. Brúarvinnuflokkur Vegagerðarinnar sá um niðurrekstur staura vegna brúarinnar.

Brúin yfir Núpsvötn var hluti af sérstöku tímabundnu fjárfestingarátaki ríkisins sem fólst í að skipta út 7 einbreiðum brúm á Hringveginum.