Álfta­nesveg­ur-Lækjar­gata

  • TegundSamgöngusáttmálinn
  • StaðaFramkvæmd ekki hafin
  • Verktími2024–2028
  • Markmið
      Greiðar samgöngurÖruggar samgöngurUmhverfislega sjálfbærar samgöngur
  • Heimsmarkmið
      11. Sjálfbærar borgir og samfélög
  • Flokkar
      StofnvegirSamgöngusáttmálinn
  • Svæði
    • Höfuðborgarsvæðið

Unnið er að frumhönnun þriggja lausna í núverandi vegstæði þar sem Reykjanesbraut verður 2+2 akreinar með miðdeili og mislægum gatnamótum við bæði Lækjargötu og Álftanesveg ásamt brúm, umferðarljósum eða yfirbyggðum stokk við Kaplakrika. Einnig er unnið að frumathugun á jarðgangalausn fyrir Reykjanesbraut sem myndu liggja frá Lækjargötu og að Reykjanesbraut nálægt Álftanesvegi ásamt nýjum gatnamótum við Lækjargötu og Álftanesveg.

Verkefnið er hluti af sáttmála um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu sem ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu (Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes) hafa undirritað.

Samgöngusáttmálinn felur í sér sameiginlega framtíðarsýn og heildarhugsun fyrir skipulagssvæðið. Markmiðið er að auka öryggi, bæta samgöngur fyrir alla ferðamáta og minnka tafir, stórefla almenningssamgöngur og draga úr mengun af völdum svifryks og losun gróðurhúsalofttegunda til að standa við loftslagsmarkmið stjórnvalda og sveitarfélaga.