Rann­sókna­ráðstefna Vega­gerðar­innar 2023

Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar var haldin í 22. sinn föstudaginn 27. október og fór fram á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut. Ráðstefnunni er ætlað að endurspegla afrakstur hluta þess rannsókna- og þróunarstarfs, sem styrkt er af rannsóknasjóði Vegagerðarinnar.

Á ráðstefnunni kenndi margra grasa. Haldnir voru 16 fyrirlestrar um rannsóknarverkefni og kynnt 13 veggspjöld. Dr. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur og prófessor í jarðfræði við Háskóla Íslands, hóf ráðstefnuna með erindi sem bar heitið „Eldvirkni á Íslandi og hugsanleg áhrif á innviði“.

Styrkur rannsóknasjóðs Vegagerðarinnar hefur legið í því að styrkja verkefni á mjög breiðu fræðasviði þar sem ekki einvörðungu er einblínt á hefðbundna vegagerð. Verkefnin falla þó undir fjóra almenna flokka sem eru: mannvirki, umferð, umhverfi og samfélag.

Ráðstefnan var afar vel sótt en hátt í 270 manns voru skráðir. Um breiðan hóp er að ræða sem samanstendur af starfsfólki Vegagerðarinnar, starfsmönnum ráðgjafa- og verkfræðistofa, verktökum og almennu áhugafólki um samgöngur og rannsóknir.

Ráðstefnustjóri var Páll Valdimar Kolka.

Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar setti ráðstefnuna.

Heiti og flytjendur erindanna

Setningarræða Bergþóru Þorkelsdóttur forstjóra Vegagerðarinnar 2023, Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar 
Þorvaldur Þórðarson – Erindi – Eldvirkni á Íslandi og hugsanleg áhrif á innviði , Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands
 Björk Úlfarsdóttir – Ágrip – Kolefnishlutlaus bindiefni
Darri Kristmundsson – Ágrip – Vindaðstæður við brýr, Darri Kristmundsson, Vatnaskil 
Sólveig K. Sigurðardóttir – Ágrip – Sigmælingar með LiDAR skanna á þyrildi ,Sólveig Kristín Sigurðardóttir, Verkís 
Kostir hástyrkleikasteypu á brýr, Ólafur H. Wallevik, Háskólinn í Reykjavík
Guðbjartur Jón Einarsson -Ágrip – Ástandskoðun sprautusteypu í jarðgöngum, Benedikt Ó. Steingrímsson og Guðbjartur Jón Einarsson, Mannvit 
Majid Eskafi – Ágrip – Kolefnisfótsporsgreining á brimvarnargörðum og sjóvörnum, Majid Eskafi, EFLA 
Davíð Guðbergsson – Ágrip – Áhrif á öryggi virkra ferðamáta, Davíð Guðbergsson, VSÓ ráðgjöf 
Berglind Hallgrímsdóttir – Ágrip – UmferðaröryggisaðferðirBerglind Hallgrímsdóttir, EFLA 
Thijs Kreukels – Ágrip – Þéttbýlisstaðall, Thijs Kreukels, VSB verkfræðistofa 
Sæunn Gísladóttir – Ágrip – Áhrif fjarvinnu á vegakerfið, Sæunn Gísladóttir, Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri 
Finnur Pálsson – Ágrip – Grímsvötn, Finnur Pálsson, Jöklahópur Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands 
Þorsteinn Sæmundsson – Ágrip – Rannsóknir á tengslum veðurfarsbreytinga og hreyfinga á og við vegstæði Siglufjarðarvegar um Almenninga, Þorsteinn Sæmundsson, Halldór Geirsson og Hafdís Jónsdóttir, Háskóli Íslands og Vegagerðin
Einar Sveinbjörnsson – Ágrip – Mælaborð, Einar Sveinbjörnsson, Veðurvaktin
Rannveig Thoroddsen – Ágrip – Opna fjallvegir hlið að hálendi Íslands, Rannveig Thoroddsen, Náttúrufræðistofnun Íslands 
Ásta Ósk Hlöðversdóttir- Ágrip – Örmengunarefni í ofanvatniÁsta Ósk Hlöðversdóttir, VSB verkfræðistofa

Veggspjöld á 22. Rannsóknaráðstefnu

Finnur Pálsson o.fl. – Veggspjald – Afkoma og hreyfing Breiðamerkurjökuls og afrennsli leysingavatns til Jökulsárlóns á BreiðamerkursandiFinnur Pálsson, Eyjólfur Magnússon, Sveinbjörn Steinþórsson og Joaquín M. C. Belart, Jarðvísindastofnun Háskólans og Landmælingar Íslands.
Tinna Húnbjörg o.fl – Veggspjald – Ákvörðun á stífni íslenskra malbiksblandna, Tinna Húnbjörg og Sigurður Erlingsson, Háskóli Íslands og Vegagerðin
Breki Þórðarson o.fl. – Veggspjald – Forsteyptar einingar í brýr – Tilviksskoðun á brú yfir Laxá í Kjós, Breki Þórðarson, Helgi S. Ólafsson og Ólafur Sveinn Haraldsson, Háskólinn í Reykjavík og Vegagerðin.
Franz Sigurjónsson o.fl – Veggspjald – Forsteyptir landstöplar í nýrri brú yfir Öxará í Bárðardal, Franz Sigurjónsson, Helgi S. Ólafsson, Ólafur Sveinn Haraldsson, Ching-Yi Tsai og Bjarni Bessason, EFLA, Vegagerðin og Háskóli Íslands.
Greta Wells o.fl – Veggspjald – Future proglacial lake evolution and outburst flood hazard in Iceland, Greta Wells, Þorsteinn Sæmundsson, Snævarr Guðmundsson og Eyjólfur Magnússon, Jarðvísindastofnun Háskólans.
Malid o.fl – Veggspjald – Nýtt nærsviðslíkan af stórskjálftahreyfingum út frá gerviskjálftaritum með aðferðum Bayesískrar tölfræði, Milad Kowsari, Frenaz Bayat, Bjarni Bessason, Jónas Þór Snæbjörnsson og Benedikt Halldórsson, Háskóli Íslands.
Stefán Grímur Sigurðsson o.fl – Veggspjald – Ólínuleg greining á steyptum stoðveggjum með einingaraðferðinni, Stefán Grímur Sigurðsson, Ching-Yi Tsai, Dórótea Høeg Sigurðardóttir og Bjarni Bessason, Háskóli Íslands.
Þorkell Tryggvason o.fl – Veggspjald – Ólínuleg töluleg greining á brotmörkum steinsteyptrar brúar yfir Steinavötn, Þorkell Jón Tryggvason, Dórótea Høeg Sigurðardóttir, Ching-Yi Tsai og Bjarni Bessason, Háskóli Íslands.
Ingibjörg Jónsdóttir o.fl – Veggspjald – Strandlínubreytingar á Suðausturlandi frá 1903-2021, Ingibjörg Jónsdóttir og Sigurður Sigurðarson, Háskóli Íslands og Vegagerðin
Philippe – Veggspjald – Vatnafræðileg svörun nokkurra íslenskra vatnasviða við áætluðum loftlagsbreytingum á 21. öld,Philippe Crochet, sjálfstætt starfandi ráðgjafi.
Eggert Guðmundsson o.fl – Veggspjald – Þorskafjörður – Uppsetning á aflögunarmæli, Eggert Eiríkur Guðmundsson og Þorbjörg Sævarsdóttir, Vista verkfræðistofa og Verkbjörg.
Gunnar Orri Gröndal – Veggspjald – Skoðun á undirstöðum brúa með fjölgeisla dýptarmæli, Gunnar Orri Gröndal, Vegagerðin
Gunnar Orri Gröndal – Veggspjald – Öldumælingar við Ísland, Gunnar Orri Gröndal, Vegagerðin
Yfir 260 manns sóttu rannsóknaráðstefnuna sem haldin var á Hilton hóteli.

Yfir 260 manns sóttu rannsóknaráðstefnuna sem haldin var á Hilton hóteli.

Páll Valdimar Kolka Jónsson

Páll Valdimar Kolka Jónsson