Spáð er hvassviðri, snjókomu og skafrenningi með erfiðum akstursskilyrðum á morgun. Vegir gætu farið á óvissustig og nokkrar líkur eru á að vegum verði lokað með skömmum fyrirvara. Vegfarendur eru beðnir um fylgjast vel með upplýsingum um veður og færð á umferdin.is, búa sig eftir aðstæðum og aka með gát.
Lægð gengur yfir landið á morgun og víða verður hvass vindur og blint í snjókomu í skafrenningi með erfiðum akstursskilyrðum.
Á Hellisheiði, í Þrengslum, á Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði eru líkur á hríðarveðri og slæmu skyggni frá um klukkan þrjú í nótt og fram að hádegi. Vonast er til að ekki komi til lokana á vegum.
Einnig gæti orðið slydda og slæmt skyggni á Reykjanesbraut og undir Hafnarfjalli.
Á Vestfjörðum má búast við lélegu skyggni á fjallvegum strax í fyrramálið og fram á kvöld.
Á Norðurlandi er útlit fyrir að veður versni til muna upp úr hádegi og má búast við talsverði snjókomu frá Eyjafirði og allt austur í Berufjörð.
Á Mývatns- og Möðrudalsöræfum má búast við talsverðu hríðarveðri upp úr kl.13 með versnandi akstursskilyrðum.
Á Suðausturlandi gengur í hvassa norðvesturátt síðdegis. Ekki er búist við snjókomu en snarpar vindhviður um 40 m/s, í Hamarsfirði og suður af jöklum.