6. ágúst 2024
Viðgerð­ir í hlé vegna veiði­tíma­bils

Viðgerðir á brúnni yfir Elliðaár við Árbæjarstíflu hafa staðið yfir í sumar en vegna veiðitímabilsins verður hlé á framkvæmdum til 1. september. Eftir það verður hafist handa á ný og ráðgert er að viðgerðum ljúki í lok október.

Viðgerðir á brúnni eru miklar og víðtækar en helsta ástæða þeirra er að framhliðar stöpla reyndust mikið skemmdar og kambstál var orðið tært. Þá eru þensluraufar ofan við landstöpla í lélegu ásigkomulagi og vatn hefur því lekið óhindrað niður í steypuna þar fyrir neðan. Með tímanum hefur steypan í brúarstöplunum mettast af vatni og orðið fyrir frostskemmdum sem verða nú lagaðar.

Vinnu er lokið viðað brjóta lélega steypu og fjarlægja ryðgað stál utan af um 5 metra háum landstöpli Árbæjarmegin. Búið er að lyfta brúnni upp og skipta um legur á báðum landstöplum og laga í kringum þær.  

Þegar viðgerðir hefjast á ný á að bora fjölda teina inn í landstöpla , smíða mót og steypa. Þá verður klárað að brjóta bríkurkant brúarinnar, smíða mót og steypa nýjan brúarkant, ásamt því að setja upp nýja ljósastaura og vegrið. Einnig verður skipt um þensluraufar á brúnni. 

Búið er að brjóta og fjarlægja lélega steypu.

Búið er að brjóta og fjarlægja lélega steypu.

Viðgerðirnar eru viðamiklar.

Viðgerðirnar eru viðamiklar.

Búið er að lyfta brúnni upp og skipta um legur á báðum landstöplum og laga í kringum þær.

Búið er að lyfta brúnni upp og skipta um legur á báðum landstöplum og laga í kringum þær.

Steypan var illa farin vegna frostskemmda.

Steypan var illa farin vegna frostskemmda.