Undanfarið hefur Vegagerðin ásamt verktökum af svæðinu sinnt viðgerðum á vegum inn í Grindavík og einnig innanbæjar svo hægt sé að halda vegunum opnum, en sumir þeirra eru afar illa farnir eftir jarðhræringarnar. Grannt er fylgist ástandi vega og ásigkomulag þeirra er metið daglega.
Undanfarið hefur Vegagerðin ásamt verktökum af svæðinu sinnt viðgerðum á vegum inn í Grindavík og einnig innanbæjar svo hægt sé að halda vegunum opnum, en sumir þeirra eru afar illa farnir eftir jarðhræringarnar. Grannt er fylgist ástandi vega og ásigkomulag þeirra er metið daglega.
Viðgerðirnar eru til bráðabirgða og gerðar í öryggisskyni til þess að Grindvíkingar, viðbragðsaðilar og almannavarnir eigi greiða leið um svæðið og einnig út af svæðinu ef grípa þarf til rýmingar. Ljóst er að gera þarf við skemmdir á mörgum stöðum en sums staðar hafa myndast holrúm undir vegum og aðrir farið að hluta í sundur. Þá eru vegaxlir víða skemmdar.
Þegar er byrjað að huga að varanlegum viðgerðum en ekki þykir óhætt að hefjast handa við þær fyrr en yfirstandandi jarðhræringum lýkur.
Einnig hefur Vegagerðin lagt kapp á að hálkuverja Grindavíkurveg, Suðurstrandaveg vestan Krýsuvíkurvegar og Nesveg en krapi og hálkublettir hafa verið á þessum vegum í dag. Vegagerðin minnir þó á að vegir þessir eru lokaðir þeim sem ekki hafa sérstakt leyfi til að fara um svæðið.
Myndirnar tók Valgarður Guðmundsson hjá Vegagerðinni