Vegagerðin vekur athygli á að nú þegar Grindarvíkurvegur hefur verið opnaður fyrir umferð á ný hefur dregið úr umferð um Krýsuvíkurveg, Suðurstrandaveg og Nesveg. Því hefur vetrarþjónusta á þessum vegum verið færð til fyrra horfs.
Á meðan Grindavíkurvegur var lokaður vegna hraunflæðis var vetrarþjónusta aukin á Krýsuvíkurvegi, Suðurstrandavegi og Nesvegi.
Nú er þjónustan komin í hefðbundið form, það er í 7 daga þjónustu á Grindavíkurvegi. Krýsuvíkurvegur fær tveggja daga mokstur, föstudaga og mánudaga, fimm daga mokstur er á Suðurstrandarvegi og þriggja daga mokstur mánudag, miðvikudag og föstudag á Nesvegi.
Á Krýsuvíkurvegi, Suðurstrandarvegi og Nesvegi eru litlar hálkuvarnir. Einungis er hálkuvarið á skilgreindum varasömum stöðum í flughálku.