Björgvin Þorsteinsson hefur verið ráðinn verkefnisstjóri Sundabrautar. Hann mun vinna fyrir verkefnisstjórn um undirbúning Sundabrautar sem skipuð var á síðasta ári.
Næstu skref undirbúnings Sundabrautar eru vinna við mat á umhverfisáhrifum, frekari útfærsla valkosta, samráð við hagsmunaaðila og undirbúningur nauðsynlegra breytinga á skipulagsáætlunum með það að markmiði að hægt sé að hefja framkvæmdir við Sundabraut eigi síðar en árið 2026 og að þeim verði lokið árið 2031. Gert er ráð fyrir að Sundabraut verði fjármögnuð með gjaldtöku af umferð í samræmi við lög sem samþykkt voru á Alþingi árið 2020.
Verkefnisstjóri mun vinna að undirbúningi Sundabrautar undir stjórn verkefnisstjórnar um undirbúning Sundabrautar sem skipuð var af innviðaráðherra á síðasta ári.
Verkefnisstjórnina skipa:
Nýr verkefnisstjóri Sundabrautar er Björgvin Þorsteinsson. Björgvin er verkfræðingur að mennt og hefur starfað við verkefnastjórn stórra og fjölþjóðlegra verkefna undanfarin 25 ár í Noregi, Ástralíu og á Íslandi. Hann hefur störf hjá Vegagerðinni í febrúar. Starfsstöð hans verður hjá Vegagerðinni í Suðurhrauni 3 í Garðabæ.