16. maí 2024
Vel heppn­uð slökkviæf­ing í Hval­fjarðar­göng­um

Umfangsmikil slökkviæfing fór fram í Hvalfjarðargöngum síðastliðinn miðvikudag. Æfingin var á vegum Vegagerðarinnar, Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og þótti takast vel.

Æfingin var á vegum Vegagerðarinnar, Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins

Æfingin var á vegum Vegagerðarinnar, Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins

Slökkviæfing í Hvalfjarðargöngum 15. maí 2024.

Slökkviæfing í Hvalfjarðargöngum 15. maí 2024.

Fyrir æfinguna var teiknuð upp sviðsmynd sem viðbragðsaðilar unnu eftir. Líkt var eftir árekstri tveggja bíla úr sitthvorri áttinni og að eldur hafi kviknað í þeim báðum. Gert var ráð fyrir að ökumenn í báðum bílum væru einir á ferð. Æfingin fór fram í botni ganganna norðanmegin, þar sem vegurinn er þrefaldur.

Hvalfjarðargöng, slökkviæfing.

Hvalfjarðargöng, slökkviæfing.

Hvalfjarðargöng. Vaktstöð Vegagerðarinnar, slökkviæfing.

Hvalfjarðargöng. Vaktstöð Vegagerðarinnar, slökkviæfing.

Til að gera æfinguna sem raunverulegasta var notast við æfingabúnað í eigu Vegagerðinnar. Annars vegar er um að ræða reykvél sem spúir hættulausum reyk og hins vegar gaslampa með eldi.

Yfir fimmtíu manns tóku þátt í æfingunni í Hvalfjarðargöngum. Þrír starfsmenn vaktstöðvar Vegagerðarinnar í Garðabæ tóku einnig þátt í aðgerðunum, auk þess sem fleiri fylgdust með því sem fram fór í vaktstöðinni enda mikill lærdómur sem hlýst af æfingu sem þessari.

Vaktstöð Vegagerðarinnar gegnir mikilvægu hlutverki þegar eldur kviknar í göngum. Vaktstöð  tilkynnir atburðinn til viðbragðsaðila, lokar göngunum og sér um að miðla upplýsingum til björgunaraðila.

Æfingin þótti í heildina afar gagnleg og lærdómsrík. Hún verður góður grunnur fyrir áframhaldandi áætlanagerð, undirbúning og þjálfun starfsfólks Vegagerðarinnar og slökkviliðanna.

 

Hvalfjarðargöng, slökkviæfing.

Hvalfjarðargöng, slökkviæfing.

Hvalfjarðargöng, slökkviæfing.

Hvalfjarðargöng, slökkviæfing.

Sjötta slökkviæfingin

Brunaæfingin í Hvalfjarðargöngum er sjötta æfingin sem haldin er í göngum landsins frá ársbyrjun 2023. Áður hefur verið haldin æfing í Norðfjarðargöngum, Fáskrúðsfjarðargöngum, Almannaskarðsgöngum, Bolungarvíkurgöngum og Strákagöngum. Stefnt er að því að slökkviæfingar fari fram í öllum göngum landsins á næstu misserum og árum.

Meðfylgjandi myndir tók Vilhelm Gunnarsson.

Hvalfjarðargöng, slökkviæfing.

Hvalfjarðargöng, slökkviæfing.

Hvalfjarðargöng, slökkviæfing.

Hvalfjarðargöng, slökkviæfing.