Tveir vefir sem tengjast Vegagerðinni eru tilnefndir til Íslensku vefverðlaunanna 2021 . Um er að ræða www.sjolag.is og www.borgarlinan.is. Hönnunarstofan Kolofon sá um smíði þessara vefja fyrir og í samvinnu við Vegagerðina.
Sjólag, www.sjolag.is, hlaut tvær tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna. Annars vegar í flokki samfélagsvefja og hins vegar í flokki tæknilausna. Um er að ræða nýjan og glæsilegan vef með upplýsingum um sjólag-, veður- og sjávarfallaspár, ásamt mælingum í nýrri, gagnvirkri kortasjá. Vefurinn kemur í stað eldri vefs
Borgarlínan, www.borgarlinan.is, er tilnefnd til verðlauna í flokki opinberra vefja. Hér er ferðinni vefur um framtíðarsýn og forsendur Borgarlínunnar, frumdrög og fréttir af framvindu verkefnisins.
Borgarlínan heyrir undir Samgöngusáttmálann, sem gerður var milli ríkis og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu haustið 2019. Vegagerðin annast undirbúning, hönnun og verklegar framkvæmdir á vegum Samgöngusáttmálans í góðu samstarfi við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu.
Alls eru sextíu og fimm fjölbreytt verkefni tilnefnd til Íslensku vefverðlaunanna. Úrslitin verða kynnt þann 11. mars kl. 19:30 í beinni útsendingu á www.visir.is