4. júní 2024
Vega­gerð­in opnar nýjan vef vega­gerd­in.is í dag

Vegagerðin hefur sett í loftið nýja vefsíðu vegagerdin.is. Þetta er þriðja og síðasta púslið í þríþættri veflausn Vegagerðarinnar, sem samanstendur af vegagerdin.is, umferdin.is og sjolag.is.

Sjolag.is, nýrri kortasjá fyrir sjófarendur, var hleypt af stokkunum vorið 2021. Umferdin.is fór í loftið í október 2022. Vefurinn hefur hlotið góðar viðtökur og var til að mynda valinn samfélagsvefur ársins 2022 og 2023.

Í dag, miðvikudaginn 4. júní, tekur ný vefsíða við hlutverki vegagerdin.is. Þar er að finna upplýsingar um starfsemi stofnunarinnar, gögn, skýrslur og annað efni sem er mikið skoðað. Helsta nýjungin á vefnum er svokallaður verkefnavefur þar sem hægt er að finna upplýsingar um allar helstu framkvæmdir sem eru í gangi hverju sinni. Þar má sjá stöðu verkefna, tengd útboð, skýrslur, gögn og fréttir sem birst hafa um framkvæmdina. Þróun á verkefnavefnum heldur áfram næstu mánuði og fleiri verkefni munu bætast við.

Nýjar áherslur á vegagerdin.is

  • Stórbætt farsímaútgáfa
  • Aðgengismál höfð að leiðarljósi
  • Betri endurspeglun á starfsemi og áherslur stofnunarinnar
  • Innleiðing á nýrri tækni
  • Nýtt hönnunarkerfi
  • Verkefnavefur
  • Öflug leitarvél

Vefurinn er verkefni sem er í sífelldri þróun og er öllum ábendingum fagnað. Hægt að senda ábendingar á vefur@vegagerdin.is

Vegagerðin þakkar samstarfsaðilum fyrir gott samstarf. Kolofon sá um hönnun og forritun vefsins og Sjá hafði umsjón með verkefnastjórn ásamt vefstjóra. Einnig var margt starfsfólk Vegagerðarinnar sem kom að þróun og uppbyggingu vegagerdin.is.