25. mars 2025
Vega­gerð­in kaup­ir Gömlu Þing­borg

Vegagerðin hefur fest kaup á Gömlu Þingborg, sem stendur við Hringveg (1) austan Selfoss. Kaupverðið er 72,5 milljónir. Ástæða kaupanna er sú að húsið stendur innan veghelgunarsvæðis núverandi Hringvegar og í væntanlegu framtíðarvegstæði Hringvegar. Fyrirhuguð er framkvæmd við breikkun Hringvegar frá Selfossi og allt að Markarfljóti í nokkrum áföngum.

Verkefnið er áætlað á öðru og þriðja tímabili ósamþykktrar samgönguáætlunar 2029-2038. Sem liður í þeim áætlunum var ákveðið að kaupa Þingborg þegar ljóst var að sveitarfélagið Flóahreppur hafði ákveðið að setja húsið á sölu.

Vinna við undirbúning fyrsta hluta þessarar framkvæmdar er hafin hjá Vegagerðinni. Á næstu árum mun því húsið þurfa að víkja fyrir umbótum á samgöngumannvirkjum sem bæta þannig samgöngur og umferðaröryggi á þessu svæði.

Vegagerðin mun leitast við að eiga í góðum samskiptum við þá leigjendur sem nýta húsið. Vegagerðin gengur inn í fyrirliggjandi samninga eins og eðlilegt er.

Fyrirhugað er að breikka Hringveg frá Selfossi og allt að Markarfljóti.

Fyrirhugað er að breikka Hringveg frá Selfossi og allt að Markarfljóti.

Húsið stendur innan núverandi veghelgunarsvæðis.

Húsið stendur innan núverandi veghelgunarsvæðis.