9. mars 2024
Vara­samt ástand vega í Reyk­hóla­sveit og Dölum

Ástand Vestfjarðavegar (60) í Reykhólasveit og Dalabyggð er afar bágt eins og áður hefur komið fram í fréttum á vef Vegagerðarinnar. Slitlag hefur farið mjög illa og hefur burðarlag gefið sig á löngum köflum. Það veldur því að stórir kögglar í slitlagi hafa losnað og við það skapast mjög hættulegar aðstæður fyrir ökumenn.

Langir kaflar á Vestfjarðavegi eru metnir það slæmir að ekki er hægt að halda þeim við. Því hefur verið ákveðið að fræsa slitlagið á þessum köflum saman við burðarlög vegarins, hefla út og þjappa. Veðuraðstæður koma í veg fyrir að hægt sé að leggja klæðingu á veginn og því verða þessir ákveðnu hlutar vegarins malarkaflar fram á sumar. Reynt verður að klæða þá við fyrsta tækifæri þegar hlýnar í veðri.

Viðkomandi kaflar verða vel merktir en upplýsingar er hægt að nálgast á www.umferdin.is.

Vegagerðin hvetur ökumenn til að sýna sérstaka aðgát þegar ekið er um svæðið. Unnið verður að lagfæringum nú um helgina en ljóst er að þungatakmarkanir verða áfram í gildi á Vesturlandi og Vestfjörðum fram í næstu viku.

Unnið er að því að fræsa slitlag á löngum köflum saman við burðarlag. Þar með verður vegurinn að malarvegi.

Unnið er að því að fræsa slitlag á löngum köflum saman við burðarlag. Þar með verður vegurinn að malarvegi.

Unnið er að því að fræsa slitlag á löngum köflum saman við burðarlag. Þar með verður vegurinn að malarvegi.

Unnið er að því að fræsa slitlag á löngum köflum saman við burðarlag. Þar með verður vegurinn að malarvegi.