20. mars 2025
Úthlut­un úr Rann­sókna­sjóði Vega­gerðar­innar 2025

Úthlutun úr Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar fyrir árið 2025 er lokið en umsóknarfrestur rann út 31. janúar síðastliðinn. Alls bárust 120 umsóknir og sótt var um samtals 418,5 milljónir króna. Rannsóknaráð Vegagerðarinnar valdi 62 verkefni sem hljóta styrk að þessu sinni en sjóðurinn hafði 150 milljónir króna til ráðstöfunar í ár.

Ólafur Sveinn Haraldsson, forstöðumaður rannsóknadeildar Vegagerðarinnar, segist vera ánægður með niðurstöðu úthlutunar í ár. „Þetta voru öll mjög frambærileg verkefni sem styðja bæði markmið sjóðsins og starfsemi Vegagerðarinnar. Valið var því erfitt hjá ráðinu,“ segir hann.

Verkefnin sem hlutu styrk í ár tengjast ýmsum þáttum starfsemi Vegagerðarinnar. Rannsóknum Vegagerðarinnar er skipt upp í fjóra flokka: Mannvirki, umferð og umferðaröryggi, umhverfi og samfélag. Þessir flokkar endurspegla þau fjölbreyttu verkefni sem Vegagerðin fæst við. „Það er ánægulegt að sjá fjölgun verkefna í umhverfisflokki og enn skemmtilegra að sjá hvernig umhverfismálin eru samþætt í aðra flokka,“ segir Ólafur.

Upplýsingar um verkefnin sem fengu styrk í ár.

Samþykktar umsóknir skiptust þannig:

  • Verkfræðistofur: 17 umsóknir – samtals 41,7 m.kr.
  • Vegagerðin: 8 umsóknir – samtals 16,1 m.kr.
  • Háskólar: 21 umsókn – samtals 47,3 m.kr.
  • Aðrar opinberar stofnanir og fyrirtæki: 4 umsóknir – samtals 16,4 m.kr.
  • Aðrir: 12 umsóknir – 28,5 m.kr.
Úthlutun fjárhæða 2025 eftir rannsóknaflokkum

Úthlutun fjárhæða 2025 eftir rannsóknaflokkum

Úthlutun fjárhæða 2025 eftir umsækjendum

Úthlutun fjárhæða 2025 eftir umsækjendum

Fjöldi samþykktra umsókna 2025 eftir rannsóknarflokkum

Fjöldi samþykktra umsókna 2025 eftir rannsóknarflokkum

Fjöldi samþykktra umsókna 2025 eftir umækjendum

Fjöldi samþykktra umsókna 2025 eftir umækjendum