17. ágúst 2023
Umferð á höfuð­borgar­svæði jókst um rúm sjö prósent í júlí

Metumferð í júlí. Umferðin á höfuðborgarsvæðinu jókst svipað og á Hringvegi, í nýliðnum júlí, eða um 7,3%, milli áranna 2022 og 2023. Þessi aukning er rúmlega þrisvar sinnum meiri en í meðalári og varð til þess að nýtt met var sett í júlíumferð. En gamla júlí metið var frá árinu 2019.

 

Mest jókst umferð í mælisniði á Reykjanesbraut við Dalveg, eða um 8,4%, en minnst um mælisnið á Hafnarfjarðarvegi, eða um 4,5%.

Frá áramótum

Nú hefur umferðin um lykilmælisniðin þrjú á höfuðborgarsvæðinu aukist um 5,5%, frá áramótum, m.v. sama tíma á síðasta ári. Á sama tíma á síðasta ári hafði umferðin aukist um 1,1% m.v. árið þar áður.

Umferð eftir vikudögum

Í júlí jókst umferð á öllum vikudögum, m.v. sama mánuð á síðasta ári,  en mest á sunnudögum, eða 9,4%.  Minnst jókst umferð á föstudögum eða 5,0%.

Mest var ekið á föstudögum og minnst á sunnudögum, í júlí.

Horfur út árið 2023

Nú stefnir í að umferðin á höfuðborgarsvæðinu geti aukist um 4,5%, m.v. árið 2022.  Gangi þessi spá eftir verður sett nýtt met í heildarumferð yfir umrædd mælisnið.

Summa meðalumferðar á dag fyrir lykilmælisniðin þrjú í júlí

Summa meðalumferðar á dag á höfuðborgarsvæðinu í júlí.

Summa meðalumferðar á dag á höfuðborgarsvæðinu í júlí.