Þrjú tilboð bárust í nýbyggingu 3. áfanga Vestfjarðavegar á um 7,2 km kafla og um 0,8 km kafla á Dynjandisvegi, auk keðjunarplans og áningastaðar. Tilboðin voru opnuð í dag en þau voru auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. Verkinu skal að fullu lokið 30. september 2026.
Tilboð bárust frá Ístaki, Suðurverki og Borgarverki. Borgarverk átti lægsta tilboðið, sem er tæplega 16% undir áætluðum verktakakostnaði.
Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, segir ánægjulegt að fá samkeppnishæf tilboð en Vegagerðin mun nú fara yfir tilboðin, þar sem meðal annars verður kannað hvort þau standist útboðsskilmála. Að því loknu verður gengið til samninga og því næst hefst undirbúningur fyrir framkvæmdir.
Sjá nánar hér:
https://www.vegagerdin.is/verkefnin/utbod/vestfjardavegur-60-um-dynjandisheidi-3-afangi
Tölvugerð mynd af fyrirhuguðum framkvæmdum.
Tölvugerð mynd af fyrirhuguðum framkvæmdum.