Næstu daga verður stórstreymi sem kemur með hárri ölduhæð og vindstyrk úr norðri. Vegna þessa má búast við að reyni á varnarmannvirkin meðfram ströndinni. Sums staðar getur sjóinn gefið yfir varnirnar sem getur valdið tjóni.
Vegagerðin hvetur fólk til að fylgjast með upplýsingum á sjolag.is, fara varlega við sjávarsíðuna og huga að skipum og bátum í höfnum landsins og einnig verðmætum meðfram sjávarsíðunni.
Sjólag.is er upplýsingavefur Vegagerðarinnar fyrir sjófarendur við Ísland. Gögnin sem birtast á vefnum eru ýmist mælingar eða spár og koma frá Vegagerðinni, Veðurstofu Íslands og Evrópsku veðurstofunni. Kortagrunnurinn kemur frá Landmælingum Íslands og Open Street Maps.
Gögn úr mælitækjum má nálgast í opnum vefþjónustum á gagnaveita.vegagerdin.is