Vegagerðin hefur á undanförnum árum breytt verklagi og unnið að ýmsum þáttum til að draga úr tjóni vegna steinkasts við viðgerðir á klæðingum landsins. Við lengri yfirlagnir er nýttur leiðibíll til að draga tryggilega úr hraða, bifreiðar mætast þá heldur ekki. Kornastærð steinefnis sem notuð eru hefur verið minnkuð þar sem léttari steinar valda síður tjóni komi til þess að þeir kastist á bíl. Á lengri köflum er valtað með valtara og síðan sópað jafnskjótt og kostur er, á minni viðgerðarköflum er þjappað með fulllestuðum vörubílum og sópað eins skjótt og hægt er.
Til greina kemur að minnka kornastærð steinefna enn frekar en það þarfnast rannsókna og ekki er ráðlegt að taka of stór skref í einu í þróun verkferla svo ekki komi til þess að gæði verði lakari.
Sumarið er sá tími sem nýttur er til viðhalds á bundnum slitlögum um land allt enda verður því ekki komið við að vetri til. Stór hluti vegakerfisins er lagður klæðingu þar sem lagt er út bik og steinefni yfir. Lykilatriði í árangri varðandi þessa aðferð er viðloðun steinefnisins við bikið því að öðrum kosti verður ekki til bundið slitlag. Við útlögn eru steinefnin þjöppuð ofan í bikið. Þetta þarf að taka sig og ekki er hægt að sópa slitlagið fyrr en að því loknu en oftast ætti það að vera innan 12 klst. Því er óhjákvæmilegt að einhver tími líði þar sem lausir steinar geta valdið vandræðum og steinkasti og á það sérstaklega við ef ekið er greitt.
Verktakar sinna þessu starfi fyrir Vegagerðina að loknu útboði þar sem gerðar eru kröfur um verklag og merkingar vinnusvæða. Leiðibílarnir sem leiða umferðina yfir nýlögn, í hvora átt fyrir sig til skiptis og tryggja að ökuhraði verður ekki meiri en 30 km/klst. og bílar mætast ekki. Mesta tjónið af völdum steinkasts verður þegar bílar mætast sem aka harðar en heimilt er á svæðinu.
Í þessum tilvikum er einnig valtað og það er þannig ekki umferðin sem sér um að þjappa heldur valtari, hinsvegar þarf hið útlagða efni að taka sig og bindast næstu klukkustundirnar, þá eru óhjákvæmilega lausir steinar á yfirborði þar til þessari viðloðunartímabili er lokið og hægt er að sópa yfirborðið. Því er mikilvægt að draga úr ökuhraða á vinnusvæðum til að forðast steinkast, bæði fyrir viðkomandi ökumann og þá sem hann kann að mæta á ferð sinni.
Erfiðara er við að eiga þegar unnið að viðgerðum á styttri köflum en þá er þjappað með fulllestuðum vörubílum þannig að vegfarendur átta sig kannski ekki alltaf á því að verið sé að þjappa viðgerðan kafla.
Vegagerðin hefur minnkað kornastærð steinefna í yfirlögnum og viðgerðum eins og áður er getið. Minni kornastærð steinefna þýðir léttari steina og minnkar þá hættuna á að tjón verði komi til steinkasts.
Vegagerðin hefur einnig stöðugt unnið með eftirlitsmönnum sínum með klæðingarverkum og brýnt fyrir þeim mikilvægi þess að útboðskröfum sé sinnt, verklag sé rétt og að hæfilegt magn steinefnis sé lagt yfir bikið. Þetta er og verður viðvarandi vinna.
Því miður verður ekki með öllu komist hjá steinkasti við vinnu við klæðingar og eina heildarlausnin væri þá að malbika í stað þess að leggja klæðingu. Sífellt er unnið að því að lengja malbikskaflana og er þeim verkum forgangsraðað eftir umferðarþunga. Malbik er nú komið á vegina að Þjórsá, á hluta Biskupstungnabrautar og Þingvallavegar (á Gullna hringnum), til Keflavíkur og í Borgarnes auk kafla við Akureyri. Malbik er hins vegar 3-5 sinnum dýrari lausn en klæðing er ljóst að henni verður ekki allri skipti út fyrir malbik og alls ekki í einni