4. mars 2025
Skrif­að undir verk­samn­ing vegna 3. áfanga Dynj­andis­heiðar

Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar, og Atli Þór  Jóhannsson, framkvæmdastjóri Borgarverks, skrifuðu undir verksamning í dag, þriðjudaginn 4. mars, vegna verksins; Vestfjarðavegur (60) um Dynjandisheiði, 3. áfangi.

Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar , og Atli Þór Jóhannsson, framkvæmdastjóri Borgarverks, skrifuðu undir verksamning vegna þriðja áfanga Dynjandisheiðar.

Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar , og Atli Þór Jóhannsson, framkvæmdastjóri Borgarverks, skrifuðu undir verksamning vegna þriðja áfanga Dynjandisheiðar.

Verkið felst í nýbyggingu Vestfjarðarvegar á um 7,2 km kafla, ásamt um 0,8 km kafla á Dynjandavegi. Vegurinn verður að mestu leyti byggður í nýju vegstæði en að hluta til í núverandi vegstæði. Inn í verkinu er einnig gerð keðjunarplans og gerð áningarstaðs.

Verktaki mun hefjast handa innan skamms en Borgarverk sinnir þegar tveimur öðrum framkvæmdaverkum á svipuðum slóðum, annars vegar fyllingum vegna þverunar Gufufjarðar og Djúpafjarðar og hins vegar verkefni við varnargarða nærri Flateyri.

Verkinu skal að fullu lokið 30. september 2026.

Um fyrsta og annan áfanga:

Í 1. áfanga verksins var byggður upp 7,7 km kafli við Þverdalsá og einnig um 4,3 km kafli fyrir Meðalnes. Þær framkvæmdir stóðu yfir frá 2020-2022. Þá bættist einnig við um 650 m kafli á Bíldudalsvegi. Auk þess var um 1 km kafli frá Pennu niður að Flókalundi lagfærður.

Í 2. áfanga verksins fólst nýbygging Vestfjarðavegar á um 12,6 km löngum kafla. Sú framkvæmd náði frá Norðdalsá, norðan Bíldudalsgatnamóta, og lá um hæsta hluta Dynjandisheiðar og norður fyrir sýslumörk. Vegurinn var að mestu leyti byggður í nýju vegstæði en að hluta til í gamla vegstæðinu. Inni í því verki var einnig gerð námuvegar að námu í Trölladal og gerð áningarstaðar. Verklok 2. áfanga voru árið 2024.

Tölvugerð mynd af fyrirhuguðum framkvæmdum.

Tölvugerð mynd af fyrirhuguðum framkvæmdum.

Tölvugerð mynd af fyrirhuguðum framkvæmdum.

Tölvugerð mynd af fyrirhuguðum framkvæmdum.

Dynjandisheiði í september 2024. Mynd/Haukur Sigurðsson

Dynjandisheiði í september 2024. Mynd/Haukur Sigurðsson

Dynjandisheiði í september 2024, á mótum 2. og 3. áfanga. Mynd/Haukur Sigurðsson

Dynjandisheiði í september 2024, á mótum 2. og 3. áfanga. Mynd/Haukur Sigurðsson