27. október 2023
Skrif­að undir þjón­ustu­samn­ing um rekstur Herjólfs

Skrifað var undir endurnýjaðan þjónustusamning um rekstur Herjólfs í dag en það gerðu Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar og Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Samningurinn gildir frá 1. janúar 2024 til 31. desember 2026 með möguleikanum á framlengingu í tvö ár til viðbótar.

Bergþóra Þorkelsdóttir og Íris Róbertsdóttir skrifa undir samninginn

Bergþóra Þorkelsdóttir og Íris Róbertsdóttir skrifa undir samninginn

Bergþóra Þorkelsdóttir og Íris Róbertsdóttir skrifa undir samninginn

Bergþóra Þorkelsdóttir og Íris Róbertsdóttir skrifa undir samninginn

Samningurinn byggir á reynslu síðustu ára í rekstri Vestmannaferjunnar Herjólfs sem Herjólfur ohf. hefur séð um fyrir Vestmannaeyjabæ.

Reynsla í rekstri skipsins hefur verið lærdómsrík þar sem verið er að láta reyna á nýja tækni á rafmagnsknúnu skipi, tengitvinnferju.  Skipið hefur reynst vel í alla staði og horfa aðilar samnings bjartir fram á veginn í framtíð siglinga með Herjólfi á milli lands og Eyja.

Verðmæti samningsins er áætlað á ársgrundvelli 818 m.kr  en er háð fjárveitingum ríkissjóðs á hverju ári.

Bergþóra Þorkelsdóttir sagði ánægjulegt að hafa endurnýjan samninginn og halda þannig áfram að þróa reksturinn því í raun hafi verið um þróunarverkefni að ræða síðan að nýr Herjólfur tók við siglingum.