Enn er mikið rennsli úr Stóru-Laxá um skarð sem gert var í Skeiða- og Hrunamannaveg norðan við ánna þann 21. janúar sl. Verktaki er á staðnum, tilbúinn með vinnuvélar og -tæki, og verður byrjað að fylla í veginn um leið og það sjatnar í ánni.
Vonir standa til að hægt verði að opna veginn á morgun, þriðjudag, ef allar áætlanir ganga eftir. Í fyrstu verður umferð um veginn þó takmörkuð. Vonast er til að umferðin verði komin í samt lag í lok vikunnar.
Skeiða- og Hrunamannavegur (30) var rofinn til að forða nýrri brú sem er í byggingu yfir Stóru-Laxá frá stórtjóni vegna flóðahættu sem skapaðist þegar hlýnaði í veðri eftir miklar frosthörkur.