Vegfarendur geta óskað eftir að fá sms boð um snjóflóða- og hrunhættu á Siglufjarðarvegi (76) frá Almenningsnöf til Siglufjarðar. Þessum kafla vegarins verður bætt við í sms þjónustu Vegagerðarinnar í haust. Einnig verða send út boð vegna sigs vegarins í Almenningum. Vegfarendur sem þess óska geta gerst áskrifendur að þessum viðvörunum. Sérstaklega er því beint til þeirra sem fara oft um veginn, vegna atvinnu sinnar, skólasóknar eða öðrum ástæðum, að nýta sér þessar viðvaranir.
A: varað er við snjóflóðahættu á næstu klukkustundum.
B: lýst yfir óvissustigi, sem þýðir að snjóflóðahætta er viðvarandi og vegfarendur hvattir til að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu.
C: lýst yfir hættustigi, veginum lokað.
D: hættustigi aflýst og vegurinn opinn.
B lýst yfir hættustigi 1, vegurinn opinn
C lýst yfir hættustigi 2, veginum lokað
D hættustigum aflýst, vegurinn opnaður
Þeir vegfarendur sem vilja fá viðvaranir geta sent tölvupóst með nafni og gsm númeri á netfangið umferd@vegagerdin.is eða hringt í upplýsingasíma Vegagerðarinnar 1777.