20. mars 2024
Samstöðu­lýsing á hring­torgi

Hringtorgið á Arnarnesvegi yfir Reykjanesbraut hefur verið lýst upp í bláum, rauðum og hvítum litum en með því vill Vegagerðin sýna samstöðu og vekja athygli á Mottumars, árlegu átaki Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum.

Markmiðið með Mottumars er að hvetja alla menn og fjölskyldur þeirra til að vera meðvitaðir um einkenni krabbameina og sinna forvörnum, sem og að afla fjár sem gerir félaginu kleift að sinna fræðslu, forvörnum, rannsóknum og ráðgjöf fyrir karlmenn. Þetta árið er lögð áhersla á gildi hreyfingar sem forvarnir gegn krabbameinum.

Hér má finna nánari upplýsingar um Mottumars.

Hringtorg á Arnarnesvegi lýst upp til að minna á Mottumars.

Hringtorg á Arnarnesvegi lýst upp til að minna á Mottumars.

Hringtorg á Arnarnesvegi lýst upp til að minna á Mottumars.

Hringtorg á Arnarnesvegi lýst upp til að minna á Mottumars.

Myndirnar tók Vilhelm Gunnarsson.