26. júní 2024
Sambands­laust við Vega­gerð­ina kl. 20-20:30 í kvöld miðviku­dag

Sambandslaust verður við Vegagerðina milli kl. 20 og 20:30 í kvöld miðvikudag sökum vinnu við eldvegg. Þetta mun leiða til þess að ekki verður hægt að hringja í upplýsingasímann 1777 á þessum tíma og vefir Vegagerðarinnar munu liggja niðri þ. á m. umferdin.is.

 

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta gæti kallað á en því miður verður ekki komist hjá því að fara þessa leið. Reiknað er með að þetta muni ekki taka lengur en háltíma en gangi það ekki upp verður kerfið endurræst þannig að það verði í allra síðasta lagi komið upp kl. 22:00.