8. nóvember 2023
Sæfari í slipp á mánu­dag

Grímseyjarferjan Sæfari mun fara í slipp mánudaginn 13. nóvember og mun það taka þá viku að gera við ferjuna. Fram að slipptöku siglir Sæfari til Grímseyjar samkvæmt áætlun. Meðan Sæfari er í slipp verður vöruflutningum sinnt á annan hátt og flugferðum verður fjölgað ef þörf reynist.

Slippurinn áætlar að það muni taka alla næstu viku að klára viðgerðina og falla því allar ferðir þá viku niður.

Samið hefur verið við heimamenn m/v Þorleif um að sjá um aðföng og flutninga á vörum.

Norlandair flýgur auka ferð ef þarf.

Í ljós kom í síðustu viku að hluti kúplingar framan á skrúfuás hafa losnað og við það hafði ásin gengið lítillega aftur og aflagað þéttingar. Skrúfan hefur ekki verið notuð á meðan og nauðsynlegt er að taka ferjuna í slipp til að lagfæra þetta of forða ferkari skemmdum.