Laugardaginn 26. október verður lokað fyrir umferð um hluta Sæbrautar vegna kvikmyndatöku utandyra við Höfða. Tökur þessar tengjast kvikmynd um leiðtogafund Ronalds Reagans og Míkhaíls Gorbatsjovs sem haldinn var í Reykjavík árið 1986.
Sæbraut verður lokuð milli Kringlumýrarbrautar og Snorrabrautar, auk þess sem ekki verður hægt að aka um Katrínartún. Framleiðslufyrirtækið Pegasus hefur fengið Höfða leigðan af Reykjavíkurborg til 10. nóvember vegna tökunnar.
Tímasetningar lokunar:
Laugardaginn 26. október verður Sæbraut lokuð milli Kringlumýrarbrautar og Snorrabrautar frá klukkan 8:00 til 13:00 á meðan tökur standa yfir. Katrínartún verður lokað allri umferð milli klukkan 8:00 og 18:00.
Hjáleiðir verða um Kringlumýrarbraut og Snorrabraut eins og sjá má á meðfylgjandi korti.
Beðist er velvirðingar vegna óþæginda sem þetta kann að valda.