21. mars 2025
Ráðstefnur um elda í bílum og öryggi í jarð­göng­um

RISE, rannsóknarstofnun sænska ríkisins og stærsta rannsóknastofnun Norðurlandanna, stendur fyrir tveimur ráðstefnum sem haldnar verða dagana 7. til 11. apríl á Hótel Hilton í Reykjavík. Þetta eru FIVE – alþjóðleg ráðstefna um elda í ökutækjum og ISTSS – alþjóðleg ráðstefna um öryggi og öryggismál í jarðgöngum. Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, heldur opnunarræðu á ráðstefnunum.

FIVE – alþjóðleg ráðstefna um elda í ökutækjum. 7.–8. apríl 2025, Reykjavík

FIVE – alþjóðleg ráðstefna um elda í ökutækjum. 7.–8. apríl 2025, Reykjavík

FIVE – alþjóðleg ráðstefna um elda í ökutækjum. 7.–8. apríl 2025, Reykjavík

Markmið ráðstefnunnar er að miðla þekkingu um elda í ökutækjum, bæði á vegum, utan vega og í járnbrautakerfum. Þar sem mörg vandamál tengd eldi eru sameiginleg milli mismunandi tegunda ökutækja, geta lausnirnar einnig verið svipaðar.
Ráðstefnuna sækja fjöldi erlendra vísindamanna, eftirlitsaðila, prófunarverkfræðinga, fólks sem sinnir björgunarþjónustu, birgja, framleiðenda, rekstraraðila, fulltrúa vátryggingafélaga.
Upplýsingar um ráðstefnuna: https://www.ri.se/en/five

ISTSS, alþjóðleg ráðstefna um öryggi og öryggismál í jarðgöngum. 9.–11. apríl 2025, Reykjavík, Ísland

Ráðstefnan þykir ein sú fremsta sem fjallar um öryggi og öryggismál í jarðgöngum og öðrum neðanjarðarrýmum. Göng, bílageymslur, neðanjarðarlestir og námur eru sífellt mikilvægari hlutar af innviðum á heimsvísu. Auk þess eru að verða nýjar áskoranir vegna nýrra orkugjafa sem geta valdið hættu.  Á sama tíma býður stafræn tækni upp á ný tækifæri til nýsköpunar.
Ráðstefnuna sækja sérfræðinga á sviði öryggis, eldvarna, öryggismála, samgangna, áhættustjórnunar, neyðarstjórnunar, hönnunar, reksturs og rannsókna í neðanjarðarrýmum.
Upplýsingar um ráðstefnuna: https://www.ri.se/en/istss

ISTSS, alþjóðleg ráðstefna um öryggi og öryggismál í jarðgöngum. 9.–11. apríl 2025, Reykjavík, Ísland

ISTSS, alþjóðleg ráðstefna um öryggi og öryggismál í jarðgöngum. 9.–11. apríl 2025, Reykjavík, Ísland