16. júní 2023
Pöss­um bilið í Hval­fjarðar­göng­um

Nú stendur fyrir dyrum mikil ferðahelgi, enda veðrið gott víða um land. Búast má við talsverði umferð á Hringvegi (1) alla helgina, ekki síst í Hvalfjarðargöngum, og eru vegfarendur beðnir að sýna sérstaka aðgát þegar ekið er um göngin þegar umferð er mikil.

Mikil umferð var um Hvalfjarðargöng þessa sömu helgi í fyrra. Þá urðu mörg óhöpp í göngunum og fjöldi ökutækja varð fyrir tjóni. Þetta olli tilheyrandi umferðartöfum enda nauðsynlegt að loka göngunum þegar óhöpp verða til að tryggja öryggi á meðan leyst er úr aðstæðum.

Vegfarendur eru því hvattir sérstaklega til að passa upp á bil milli ökutækja í Hvalfjarðargöngum, og raunar í öllum jarðgöngum. Skilti við göngin segir til um að minnst 50 metrar skuli vera á milli allra bíla.

Nokkur viðbrigði geta verið að aka inn og út úr jarðgöngum þegar bjart er úti, og því um að gera að vera viðbúin öllu og passa bilið.

Vaktstöð Vegagerðarinnar fylgist vel með umferðinni um Hvalfjarðargöng og lokar þeim ef óhapp verður í göngunum.

Vaktstöð Vegagerðarinnar fylgist vel með umferðinni um Hvalfjarðargöng og lokar þeim ef óhapp verður í göngunum.

Búast má við mikilli umferð um Hvalfjarðargöng um helgina.

Búast má við mikilli umferð um Hvalfjarðargöng um helgina.