Vegagerðin opnar nýjan umferðarvef, umferdin.is, á morgunfundi nk. fimmtudag. Vefurinn mun sinna því hlutverki sem núverandi færðarkort Vegagerðarinnar hefur sinnt um árabil og flestir vegfarendur þekkja vel. Nýi vefurinn verður mun aðgengilegri, sérstaklega í snjalltækjum, og mun gefa mun meiri möguleika til framþróunar.
Vefurinn umferdin.is birtir færðar- og veðurupplýsingar Vegagerðarinnar sem nú má sjá á færðarkorti á vefnum vegagerdin.is. Búið er að færa færðarkortið og þær upplýsingar sem því fylgja til nútímalegra horfs. Sem dæmi er færðarkortið nú þysjanlegt og mun auðveldara að nálgast allar upplýsingar.
Nýr vefur mun einnig auðvelda Vegagerðinni að bæta og auka alla upplýsingagjöf og þróa til framtíðar. Í vetur verða bæði nýr og eldri vefur aðgengilegir og uppfærðir meðan reynsla fæst af hinum nýja vef.
Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar opnar fundinn
Hvað felst í nýjum vef, Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar kynnir hinn nýja vef
TomTom Traffic interpretation of the Vegagerdin incident feeds,
Robin Tenhagen frá TomTom segir frá reynslu fyrirtækisins af því að nýta umferðar- og færðarupplýsingar Vegagerðarinnar
Systurvefurinn sjólag.is Helgi Gunnarsson, verkfræðingur á hafnadeild Vegagerðarinnar kynnir vefinn
Fundurinn hefst klukkan 9 í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar, Suðurhrauni 3 í Garðabæ.
Allir er velkomnir en óskað er eftir að fólk skrái sig hér: https://forms.office.com/r/ws9MGm76AU
Fundinum verður einnig streymt fyrir þá sem heima sitja.
Hlekkur á streymið;
Fyrirspurnir er hægt að senda inn í gegnum slido.com aðgangskóði: #umferdin