Vegagerðin hefur fyrir hönd ríkisins samið við flugfélagið Norlandair um að fljúga tíu flugferðir á viku milli Hornafjarðar og Reykjavíkur á tímabilinu 1. apríl til 31. ágúst. Hægt er að bóka flug með Norlandair á vef flugfélagsins www.norlandair.is
Umræddur samningur er til þess að brúa bilið fram að gildistöku nýs útboðs um flugleiðina en nýtt útboð tekur gildi þann 1. september 2025. Flugfélagið Mýflug hefur sinnt fluginu undanfarna mánuði en óskuðu nýverið eftir því að losna undan samningi sínum við Vegagerðina.
Vert er að taka fram að innritun farþega og flugfraktar frá 1. apríl 2025 fer alfarið í gegnum húsakynni Icelandair á Reykjavíkurflugvelli.
Reykjavíkurflugvöllur.